Ég var að velta því fyrir mér.

Ég var að velta því fyrir mér,hvort Hörður Torfason væri orðinn æðsti stjórnandi landsins,hann hræddi samfylkinguna úr ríkistjórn og útkoman varð veik minnihluta stjórn nokkuð sem við þurftum kannski síst á að halda.Ég tel nú gott að hún hangi saman fram yfir kosningum. Síðan virðist núverandi forsætisráðherra vera strengjabrúða hans t.d. í seðlabanka málinu þar sem  farið var fram á að allir bankastjórar hans gengju út á núinu og gera bankann stjórnlausan í óákveðin tíma. Hefði nú ekki verið skynsamlegra að boðaðar breytingar á lögum um seðlabanka hefðu náð fram að ganga fyrst,þó að mikið liggi nú á að þóknast Herði T.og ráða einhvern hagfræðing af vinstrikanti stjórnmálanna í seðlabankastjórastöðuna.

Tónlist Harðar Torfasonar hefur aldrei hrifið mig, þó finnst mér tónlist sú list sem hrífur mig mest þegar vel tekst til, af mann gerðum listum. Ég man ekki eftir að tónlist Harðar hafi hrifið íslendinga verið svona glamur sem hrífur mann ekki. Nú er Hörður farinn að spila á fólk og hefur hrifið fámennan hóp,sem hann spilar nú á,ekki hrífur sú tónlist mig meira en meðan hann spilaði á hljóðfæri. Við höfum greinilega ekki sama tónlista smekk við heilög Jóhanna.

Verður þetta alt saman til að flýta fyrir vaxta lækkun,sem allir bíða eftir.?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband