Góður þáttur hjá Bubba.

Var að hlusta á Bubba Mortens og Geir Haarde sem var á rás 2. í gærkvöldi, mjög góður þáttur Bubbi var hógvær og leyfði Geir að tala, erum við ekki alltaf að kvarta um að við fáum ekki upplýsingar,þarna kom margt fram og talað af báðum aðilum á mannlegum nótum. Opnað var fyrir síma, spurningar fólks voru málefnalegar,nokkuð sem mér finnst oft vanta í umræðuna nú þessa daganna.

Ég verð nú að viður kenna að ég hef aldrei verið aðdáandi Bubba en hann fékk marga plúsa fyrir þennan þátt.

Eitt er það sem mér finnst bæta ástandið mikið núna fyrir okkur sem erum og höfum verið á lægstu laununum , í kjarasamningum s.l vetur voru laun hækkuð í krónutölu ca.18,000,kr þetta hefði étist strax upp í hækkun skatta ca. 36.% svo eftir hefði orðið 11,520.kr en nú hefur persónuafsláttur verið hækkaður þannig að við höldum miklum meiri hluta þessara launa hækkunar eftir.

Ég tel það hafi verið mikil mistök hjá stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að persónuafslætti var haldið óbreyttum í krónutölu, þannig voru skattar á lálaunafólk alltaf að hækka að hlutfalli en hátekju fólk slapp sífelt betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband