Góð frétt

Alltaf koma góðar fréttir inn á milli. Var orðinn hræddur um að við værum á leið inn í þetta vandræðabandalag, þar sem atvinnuleysi er viðvarandi á svipuðu róli og er hér núna. Í fréttum í s.l. viku var sagt frá 14.% atvinnuleysi á Spáni.Þar var kaup láglauna fólks um helmingi lægra en hér á landi,þegar ég spurðist fyrir um það hjá íslenskri konu sem rak fyrirtæki,fyrir 3.árum voru útborguð laun verslunarfólks sem svaraði 68.þúsund íslenskra kr.á mánuði.
mbl.is Meirihluti vill ekki aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður þáttur hjá Bubba.

Var að hlusta á Bubba Mortens og Geir Haarde sem var á rás 2. í gærkvöldi, mjög góður þáttur Bubbi var hógvær og leyfði Geir að tala, erum við ekki alltaf að kvarta um að við fáum ekki upplýsingar,þarna kom margt fram og talað af báðum aðilum á mannlegum nótum. Opnað var fyrir síma, spurningar fólks voru málefnalegar,nokkuð sem mér finnst oft vanta í umræðuna nú þessa daganna.

Ég verð nú að viður kenna að ég hef aldrei verið aðdáandi Bubba en hann fékk marga plúsa fyrir þennan þátt.

Eitt er það sem mér finnst bæta ástandið mikið núna fyrir okkur sem erum og höfum verið á lægstu laununum , í kjarasamningum s.l vetur voru laun hækkuð í krónutölu ca.18,000,kr þetta hefði étist strax upp í hækkun skatta ca. 36.% svo eftir hefði orðið 11,520.kr en nú hefur persónuafsláttur verið hækkaður þannig að við höldum miklum meiri hluta þessara launa hækkunar eftir.

Ég tel það hafi verið mikil mistök hjá stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að persónuafslætti var haldið óbreyttum í krónutölu, þannig voru skattar á lálaunafólk alltaf að hækka að hlutfalli en hátekju fólk slapp sífelt betur.


Til fyrirmyndar

Ég hef alltaf haft töluvert álit á Svanhvíti Svafarsdóttir hún er málefnaleg og vinnur með þau markmið að láta góð málefni ráða enn ekki pólitísk yfirboð og upphrópanir. Alltof lítið af slíkum stjórnmálamönnum nú til dags. Ég tel að hún ásamt borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks hafi forðað Reykvíkingum frá skelfilegum afleiðingum af því að afhenda gjörspildum útrásarvíkinginum OR.til veðsetningar og brasks .Þá grét Össur og fleiri úr samfylkingunni hvað ógurlegt tjón hlytist af að stoppa þessa útrás af.
mbl.is Samráð skilaði árangri í þágu borgarbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurning.

Hvað voru þessir 80.að gera mér fynnst blaði ósköp svipað.Sakna reyndar "Lagna frétta"
mbl.is 4 hópar áhugasamir um rekstur Árvakurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt ár

Óska blogg vinum: Gleðilegt ár held að það verði gott byrjar á fimmtudegi, þakka það liðna.

Verðtrygging lána og innstæða

Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2009, er gert ráð fyrir að beingreiðslur til sauðfjár og nautgripa bænda hækki að hámarki um 5,7.% á næsta ári,ef verðbólga verður meiri verða bændur að taka það á sig, þrátt fyrir að samningar við ríkisjóð segi að beingreiðslur skuli að fullu verðtryggðar.

Af hverju er þetta hámark ekki líka sett á verðtryggingu lána og og verðtryggða innlána, ég trúi ekki að fólk færi að þyrpast til að taka út af reikningum sínum þó verðbólga yrði eitthvað meiri. Þurfum við sem eigum sparifé ekki líka að taka á okkur eitthvað. Þetta þyrfti að gera í samráði við aðila vinnumarkaðarins til að einhverjir hópar færu ekki að sprengja upp laun sem færu út í verðlagið.


Góð grein í Mogganum í morgun.

Var að lesa góða grein í mogganum eftir Gísla Frey Valdórsson blaðamann og nema. "Davíð í öllum hornum." Þar vitnar hann í árs gamalt viðtal við Guðmund Ólafsson hagfræðing og lektor við HÍ. í DV. þar sem hann fer háðulegum orðum um viðvörunar orð Davíðs Oddsonar um að við værum komin fram á bjargbrún vegna erlendra skulda og viðskiptahalla (nóvember 2007). 

Hvernig væri að taka þennan áður nefndan Guðmund Ólafsson í yfirheyrslu vegna þessa viðtals, er forsvaranlegt að hafa slíkan rugludall fyrir kennara í háskóla Ísland. Það virðist alltof algengt að fræðimenn láti pólitískar skoðanir ráða sínum leiðbeiningum til okkar sem fávísir eru af bóklegu viti. Það mátti öllum vera ljóst að það gengi aldrei til lengdar að safna bara skuldum erlendis til þess að fjárfesta í óarðbærum framkvæmdum eins og íbúðarhúsnæði, lúxus jeppum o.s.f.v. það þurfti enga fræðinga til að sjá það ,hver sem hefur rekið heimili eða fyrirtæki veit hvert það leiðir.

Stjórnmálamenn heyktust á að taka á þessu, ekki vinsælt að stoppa veisluhöldin og vitandi það að svo kallaði almenningur mundi rísa upp á móti öllum takmörkunum á frelsi þeirra sem sóttu lánin,með forsetan í fylkingar brjósti.


Frábær sigur

Frábær sigur hjá ykkur strákar, til hamingju Guðmundur og þínir menn, svona eiga menn að standa sig.
mbl.is Guðmundur: Er gríðarlega ánægður með þetta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geiri altaf góður.

Ég er búinn að skemmta mér með Geira í hátt í 50 ár, fátt er betra en fara á ball með Geira ef maður er eitthvað slæmur í skrokknum,ég hef reynslu af því. Haldi hann sem lengst áfram að skemmta bæði ungum sem gömlum. Ég hef séð að ungafólkið kann að meta hans músík, það er ekki hægt annað en fara út á gólfið og dansa þegar hann spilar.
mbl.is Geirmundur með þjóðinni í 50 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannauður Íslendinga

Var að lesa athyglisverða grein í Mogganum í morgun "Mannauður íslendinga" eftir Elías Pétursson. Þar veltir hann fyrir sér hver þessi mannauður er.  Ég held að hann dragi réttar ályktanir þar um, þ.a.s. að mannauður felist einkum í þeim einstaklingum sem skila sínu dagsverki vel úr hendi burt séð frá því hvað hann er mikið menntaður af bókviti, þó bókmenntun sé góð þá þarf meira til almenn þekking og reynsla, er ekki síður mikilvæg.

Mér dettur stundum í hug og býsna oft núna síðustu vikur,orð sem voru höfð eftir konu í mínu ungdæmi. " Allir hafa á öllu vit en enginn kann að gera neitt." Hún vildi greinilega láta verkin tala .

Nei það er ekkert síður mannauður í fólki sem vinnur af alúð sína vinnu, við að skapa verðmæti og þá sérstaklega útflutnings tekjur,en í hámenntuðu fólki sem kann ekkert annað en segja frá visku sinni.

Það er meiri mannauður í fólki sem hefur gaman að sinni vinnu, heldur en því fólki sem leiðist öll vinna, það smitar hvortveggja út frá sér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband