Sjómannaafsláttur.

Aldrei hef ég verið til sjós, en einhvern veginn tel ég störf sjómanna svo mikilvæg borið saman við mörg önnur í þjóðfélaginu. Langar fjarverur frá fjölskyldu og heimili hljóta að vera erfiðar og þó störf þeirra séu léttari nú en áður var . Nú er komin upp sú tillaga frá þessari skatt glöðu ríkisstjórn að afleggja sjómannaafslátt. Þá tel ég sjálf gefið að útgerðin fari að greiða sjómönnum laun sín að hluta í formi dagpeninga sem þeir hljóta að hafa rétt á, af þeim þarf ekki að borga skatt og útgerðin þarf ekki að borga tryggingagjald af þeim greiðslum.

Hvað ríkisjóður græðir mikið á þessari breytingu skal ég ósagt látið.

Kannski eins og með það ríkið ætlar að hætta að greiða 30.% af kostnaði við refaveiðar  á móti sveitafélögum sem greiða 70.%

Ég fór með refaskott í dag og fékk greiddar 7,000.kr. af því greiddi ríkið 2,100.kr af þessu þarf ég að borga 2,600.kr í skatta.  Er hagfræðin hjá Skallagrími og Inda kannski ekki alveg í lagi.?


mbl.is Hvetja sjómenn til að sigla í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband