Hvers vegna kýs ég ekki vinstri villu.?

Eftir að fjármála kreppan skall yfir hafa margar þjóðir bæði austan hafs og vestan,dælt stórum fjárhæðum í atvinnulífið til þess að draga úr sí vaxandi atvinnuleysi t.d. í bílaiðnaði. Hér hefur ekkert verið gert til að rétta atvinnulífinu hjálpar hönd,enda getan kannski ekki mikil,en þó hafa verið peningar til að rétta listamönnum og byggja Tónlistarhús.

Sjávarútvegur er sagður mjög skuldsettur enda síðustu ár verið erfið vegna aflasamdráttar,hátt gengi krónunnar og mikils fjármagnskostnaðar. Nú eru væntanlegir stjórnarflokkar sammála(aldrei þessu vant) um að færa aflaheimildir frá núverandi útgerðum reyndar smátt og smátt, það verðu til þess að þær geta ekki staðið í skilum með sínar skuldir hvað þá sótt ný sóknarfæri og skuldir þeirra lenda á bönkunum. Tilgangur þessa er sagður vera til þess að aðrir geti farið að kaupa sér skip og byrja upp á nýtt ef eitthvað fé verður til í bönkunum til að lána þeim,kannski eiga einhverjir kvótasölugróða í vasanum. Mjög atvinnu skapandi ráðstöfun.

Einar Guðfinnsson lét það vera sitt síðasta verk sem sjávarútvegsráðherra að heimila hvalveiðar til að skapa atvinnu,afla gjaldeyris og halda í skefjum þessu stæðsta rándýri sjávar sem étur jafn vel eins mikið og öll fiskiskip landsins.Maður hélt að núverandi sjávarútvegsráðherra væri fegin að losna við að taka þessa ákvörðun,því altaf rísa einhverjir upp á afturlappirnar við slíka áhvörðun. En það var nú öðru nær hann froðufeldi yfir þessari aðgerð,en treysti sér ekki að afturkalla hana í andstöðu við meirihluta alþingis og þjóðarinnar s.k.skoðannakönnunum.  

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Löve.

Hvaðan eiga þessar stóru upphæðir að koma??? Ég bara spyr. Ef þú ætlar að líkja okkar dvergvaxna ríkissjóði við t.d það bandaríska, veður þú villu og svima. Ath. eitt, bílaverksmiðjurnar sem fengu milljarða dollara eru samt að fara á hausinn. Eigum við bara að ausa fjármagni út án nokkurrar tryggingar fyrir að það virki? Gáfað eða hitt þó heldur.

Davíð Löve., 24.4.2009 kl. 14:26

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Leið rétting:Eins og öll fiskiskip landsins veiða.

Svo átti að koma neðan við: Nú ætlar hann að skattleggja þessar veiðar svo ekki sé grundvöllur fyrir þeim. Mjög atvinnu skapandi. Svona má lengi telja um afrek núverandi stjórnar í atvinnumálum . Raunvextir sennilega aldrei verið hærri á Íslandi en nú í boði SF.og VG.

Treystum við þessu fólki að fara með stjórn landsins á erfiðum tímum.Ég segi NEI .

Ragnar Gunnlaugsson, 24.4.2009 kl. 14:31

3 identicon

Þú treystir þeim ekki en hverjum treystir þú þá og af hverju?

Þorsteinn H. (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 14:34

4 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Davíð: Ég var ekkert að tala um að við gætum ausið peningum í atvinnuvegina,en við getum skapað  þeim starfskilyrði og ekki gert yllt verra.

Ragnar Gunnlaugsson, 24.4.2009 kl. 14:38

5 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Þorsteinn: Við sem munum vinstri stjórnir vitum að þær gerðu fátt til gagns en sem betur fer urðu þær sjaldan langlífar vegna sundurlyndis.

Ragnar Gunnlaugsson, 24.4.2009 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband