26.1.2009 | 10:25
Góð frétt
Alltaf koma góðar fréttir inn á milli. Var orðinn hræddur um að við værum á leið inn í þetta vandræðabandalag, þar sem atvinnuleysi er viðvarandi á svipuðu róli og er hér núna. Í fréttum í s.l. viku var sagt frá 14.% atvinnuleysi á Spáni.Þar var kaup láglauna fólks um helmingi lægra en hér á landi,þegar ég spurðist fyrir um það hjá íslenskri konu sem rak fyrirtæki,fyrir 3.árum voru útborguð laun verslunarfólks sem svaraði 68.þúsund íslenskra kr.á mánuði.
Meirihluti vill ekki aðild að ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig væri að ESB-Hatarar færu nú að bera Íslendinga saman við t.d Svíþjóð, sem eru einnig í ESB? Væri það nú ekki nærtækara en að bera okkur saman við land þar sem atvinnukúltúrinn er allt annars eðlis?
Til gamans má geta að atvinnuleysið í Svíðþjóð er um 6% í dag, sem þykir hagfræðilega eðlilegt atvinnuleysi eigi verðmyndun á markaði að vera í lagi (7% í Finnlandi og 3,5% í Danmörku). En eins og við þekkjum hér á Íslandi við 1% atvinnuleysi undanfarin ár, sem byggði að mestu leyti á lofti, þá hefur slíkt atvinnustig einungis leitt af sér methækkanir á launum og í kjölfarið skriða hækkanna öllum vöruflokkum og þjónustu, og fyrir vikið hefur Ísland jafnan átt þann vafasaman heiður að vera dýrasta land í heimi (fyrir hrun íslensku krónunnar).
Sorglegt samt að menn eins og þú nái að sannfæra hinn illa upplýsta almúga um að ESB = Atvinnuleysi, en gleymir í sömu andrá að minnast á lágt atvinnuleysi = gríðarlega óhagvkæmt hagkerfi = okur á lamúganum.
Best að segja alla söguna. Þessu er hér með komið til skila!
Kv. Svíi
Svíi (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 10:50
Kæri Svíi,
Við skulum bíða og sjá, fasteignir í Köben eru núna á hálfvirði, Bretland er að hruni komið, Írland sömuleiðis, Portúgal, Spánn, Grikkland eru gjaldþrota !!!!
Af hverju skellið þið ESB sinnar skollaeyrum við staðreyndum.
Og í lokin, er ekki þjóðarstolt Svíðþjóðar, Volvo að fara til Kína, reyndar var Ford löngu búið að taka restarnar upp á sína arma !!!
Sigurður Sigurðsson, 26.1.2009 kl. 10:56
Skemmtilegt að þú skulir minnast á Svíþjóð, þar sem innflytjendur vaða um allt og sjúkrabílar þora ekki að fara inní sum hverfi án lögreglufylgdar. og Lögreglan sjálf var víst búin að játa það að þeir fara ekki vísvitandi inní sum hverfi. Þar sem nauðgunartilfellum er með því hæsta sem gerist í vestrænum löndum og þar sem rúm 20% íbúa eru innflytjendur.
Ef það er það sem við fáum hérna á Íslandi ef við förum í ESB þá vil ég helst ekki að við göngum í þetta ESB.
Jóhannes H. Laxdal, 26.1.2009 kl. 11:03
En hvernig er ástandið hjá okkur í dag og verður næstu mánuðina SISI?
Ég get lofað þér því að við getum tekið allt það versta sem er að gerast í ESB og margfaldað a.m.k. með tveimur og þá fáum við út ástandið hér.
Hvar væri nú betra að lifa?
Ég segi að það sé fullkomið ábyrgðarleysi að kanna ekki kostina við inngöngu. Fyrir það þýðir ekkert fyrir ESB hatara eða ESB "fanboys" að þræta um eitthvað sem enginn veit neitt um hvernig verður.
Hvernig getur fók verið með á móti einhverju sem það veit ekki hvað er?
Kv. Svíi
Svíi (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 11:06
Laxdal: Þér að segja þá erum við partur af Schengen svæðinu og því breytist ástandið ekkert hér við inngöngu í ESB.
Enn og aftur hræðsluáróðir sem einungis er kastað fram til hræða og blekkja illa upplýstan almúgan. "Knowledge is power" og því hvet ég alla sem þetta lesa til að setjast niður og lesa sig til um hvað ESB samstarfið snýst um í alvörunni og loka fyrir svona Grýlusögur.
Kv. Svíi
Svíi (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 11:10
Af hverju hafa Svíar ekki viljað taka upp evru fyrst allt er svona gott við ESB og evruna,ekki heldur Danir eða Bretar af hverju eigum við að rjúka í það ?
birnas (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 11:19
Ég hef lesið mig til um hvað ESB Samstarfið snýst um í alvörunni, ég las stóran hluta af Lisbon Sáttmálanum í réttu samhengi. "ESB Samstarfið" er farið af teinunum og stefnir í eitthvað sem það átti ekki að vera. ESB er að stefna að því að verða superstate þar sem reglur og lög ESB gilda framyfir lög og reglur "samstarfslandanna", þar sem nokkur ríki hafa yfirburðaraðstöðu í ákvarðanatöku vegna stærðar sinnar, þar sem pólitískt rautt teip er framleitt í tonnatali, þar sem regnskógum er eytt til þess að prenta úr reglugerðarfargið, þar sem reynt er að koma í veg fyrir lýðræði með ákvarðanatöku stjórnvalda í málefnum sem snertir alþýðuna en alþýðan fær ekkert að segja um, þar sem bókhaldið er í rugli og þar sem "political correct"-ness er allráðandi.
Já, Ég hef kynnt mér ESB náið og mér finnst vera skítalykt af því.
Ég vil frekar vera með skítalyktinni af okkar ráðamönnum heldur en skítalyktinni af einhverjum gaurum í Brussel.
Jóhannes H. Laxdal, 26.1.2009 kl. 11:20
Ertu að ýja að því að ég sé rasisti Einar?
Það er ekkert að því að koma með staðreyndir, og staðreyndirnar eru þær í Svíþjóð að eftir að innflytjendur "tóku yfir" Malmo í Svíþjóð þá snarukust nauðgunartilfelli þar á bæ, og ég veit ekki betur en að nauðgunartilfelli í Malmo séu 5-6x fleiri per capita en í t.d. Kaupmannahöfn, ekki bara nauðganir heldur líka innbrot og eignaspjöll eru mjög tíð.
Samkvæmt einhverri skýrslu sem ég sá voru rúmlega 40% glæpa í Svíþjóð framkvæmd af fyrsta eða annars-kynslóða innflytjendum, sem er nokkuð mikið miðað við að innflytjendur eru einungis 20% íbúafjöldans í Svíþjóð.
Kallaðu mig það sem þú vilt, en staðreyndirnar tala sínu máli ef fólk nennir að ná í þær.
Jóhannes H. Laxdal, 26.1.2009 kl. 11:34
Laxdal: Hvaða reglugerðafargan? Merkilegt hvað sumir halda að starfsemin í kringum ESB sé fjölmennara en smærri ríki af stærð.
Sannleikurinn er hins svegar sá að færri starfa hjá ESB en hjá franska landbúnaðarráðuneytinu, og allt pappírsfargan þá í takti við það. Starfið sem fer fram í Brussel samastendur af framlagi hvers aðildarríkis fyrir sig og því engu meiri pappír í það varið en gengur og gerist hjá hverju ríki. Magnað samt hvað hægt er að tína fram ESB til foráttu.
Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um ESB þegar kemur að meintum lýðræðishalla ofl.:
- Stærsta ríkið í ESB er með 99 þingenn af 750, Þýskaland. Miðað við
höfðatölu ætti Þýskaland að hafa 125 þingmenn. Viðf áum 4-6 þingsæti af 750.
Miðað við höfðatölu ættum við að fá 0,5 sæti. Þetta þýðir það að við fáum
mun meiri hljómgrunn innan ESB en önnur stærri lönd miðað við höfðatölu.
- Evrópuþingin skiptist ekki eftir löndum heldur eftir flokkadráttum.
Hægrimenn hópast með hægrimönnum, vinstri með vinstri osfrv. Þetta leiðir
til þess að flokkar verði öflugri hér heima með því að skiptast á skoðunum
við sína skoðunarbræður í Evrópu of efla þannig þeirra málstað.
- Tekjur Íslendinga af fiskútflutningi sem hlutfall af þjóðarframleiðsu er
um 40%. Tekjur ESB af fiskútflutningi sem hlutfall af þjóðarframleiðslu er
1%. Tekjur Norðmanna af fiskútflutningi sem hlutfall af þjóðarframleiðslu
er rúmlega 2%. M.ö.o, fiskveiðar í ESB er nánast tómstundagaman og á því
ekkert sammerkt með okkar sjávarútvegi. Þetta þýðir það að það er
borðliggjandi að Íslendingar fái að semja um fiskinn á öðrum forsendum líkt
og önnur lönd ESB hafa fengið að semja um sínar mikilvægu auðlindir hverju
sinni (Svíar um skóginn sinn osfrv.).
Legg svo til að menn lesi sig meira til um ESB og taka svo upplýsta umræðu
um málið en ekki styðjast við upphrópanir sem hljóma vel en eiga sér enga
stoð í raunveruleikanum. Það sem ég hef lesið mig til um ESB þá eru þarna
stórkostleg tækifæri fyrir okkur sem þjóð, svo lengi sem við náum góðum
samningum varðandi blessaða fiskinn okkar.
ESB vinnur fyrir okkur neytendur, en tekur hart á auðhringum (sbr. Microsoft ofl.). Þetta er best að hafa í huga þegar menn eru að lesa bloggfærslur hér á mbl.is; Hvort ertu að tala fyrir hönd neytenda eða auðhringa?
Við hvað eru menn hræddir?
Kv. Svíi
Svíi (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 11:38
Nei Jóhannes Laxdal,
við skulum taka á okkur þessa óðaverðbólgu, spillingu, ónýtu krónu og öll þau mistök sem ráðamenn hér gera reglulega núna og óumflýjanlega í nánustu framtíð vegna þess aðeins að hreinræktaðir svíar komast bara yfir að fremja 60% glæpanna í Svíþjóð.
Komdu með lausn á málinu frekar en svona hræðsluáróðursrugl um innflytjendur og glæpi Það er endalaust hægt að fjasa til og frá með verstu dæmin, en eftir stendur að ESB kemur ekki til með að hrynja eins og Ísland, það eru hreinlega of miklir hagsmunir í húfi fyrir allan heiminn. Ísland er of lítið til að standa eitt og sér uppi í hárinu á heiminum eins og hefur sést undanfarið.
Heimsmyndin hefur breyst töluvert mikið síðan 1944 og friður og ró komist á í Evrópu ekki síst fyrir tilstuðlan ESB sem er einmitt stofnað af fólki til hagsbóta fyrir fólk.
Pétur Sig, 26.1.2009 kl. 12:06
Sko, eins og eg hef nokkum sinnum sagt víðsvegar á netinu, er ekkert skrítið í sjálfu sér þó kannanir síni svona tölur. Það eru svo miklar ranghugmyndir í gangi viðvíkjandi esb að með ólíkindum er. Það eru bara ekkert allir sem hafa tíma til að setja sig inní esb eða meta málið á yfirvegaðan hátt. Það er líka áratugahefð fyrir ranghugmyndum og hræðsluáróðri gegn esb svo eg er ekkert hissa þannig séð á tölunum í umræddir könun.
Það þarf ekkert annað en að gefa sig á tal við mann eða konu útá götu og fara að ræða esb. Þá kemur eitthvað "yfirtaka fiskveiðiauðlindina" eða "stela orkunni" - eða bara "stela íslandi" og ég veit ekki hvað.
Meina, umræðan um esb á íslandi hefur verið uppá fjöllum. Fjölmiðlar birtandi allskyns steypu og kynda þar með undir fáfræðinni.
Nei, eg skal segja ykkur það að ef ekki er hægt að fá meira vit í umræðu um esb á íslandi - þá líst mér ekki á að hægt verði að fá vit í nokkurn hlut hér á landi. Eg hef áhyggjur af þessu, verð að segja það.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.1.2009 kl. 12:15
Það er gott að Svía er hinn ánægðasti með 6- 7.% atvinnuleysi,ég væri ekki ánægður með slíkt til langframa. Ég held að það sé fátt óhollara ungafólki en að vera atvinnulaust til langframa og vera þannig baggi á sinni þjóð.En vissulega er atvinnuleysi gott til að halda niðri launum og jafnvel að ná fram meiri afköstum,þá keppist fólk við að halda vinnunni. Ómar mér líkar vel að þú skrifar ESB.með litlum staf það hæfir því vandræðasambandi vel.
Ragnar Gunnlaugsson, 27.1.2009 kl. 03:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.