Færsluflokkur: Dægurmál

Laxveiði byrjar vel í Víðidalsá.

Nú eru tveir sólahringar síðan laxveiði hófst í Víðidalsá komnir eru 21.lax á land og nokkuð af fallegri bleikju, smálaxinn er farinn að birtast komu 3. í morgun,en aðallega er þetta tveggja ára fiskur úr sjó 10.-15.pund.Veiði á Silungasvæðinu hefur gengið vel búið að bóka á annað hundrað silunga 1.-5.punda.

Bændur fá síður krabbamein

Bændur og búalið borðar að jafnaði hollari mat er það ekki aðalástæðan.?Borða minna af fæðu sem er full af rotvarnarefnum og allskonar jukki.
mbl.is Bændur og garðyrkjumenn fá síst krabbamein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sauðburður.

Ég hef verið í sauðburði síðustu 3.vikur hjá syni mínum,þetta er skemmtilegur tími en dálítið erfiður,það þarf að vera á vakt allan sólahringinn,því að þegar fé er svona mikið inni þarf meira að hjálpa þeim við burð. Svo er hver tvílemba sett í einstaklings pláss fyrstu 2.sólahringana og lengur ef eitthvað er að,síðan eru þær fluttar í fjölbýli síðan eftir nokkra daga er markað og sett út als báru tæpar 600.kindur þetta eru mörg handtök og mikið labb. En aðstaða öll er mjög góð og nóg af góðum heyjum.

Pólitík og Blogg hefur því alveg setið á hakanum en mér sýnist þessi stjórn fara á stað eins og maður bjóst við heldur gera ógagn en gagn.


Hættu þessu væli Villi.

Davíð eyðilagði landsfundinn,finnst mér afar lang sótt. Alltaf hressandi að hlusta á Davíð.
mbl.is Davíð eyðilagði landsfundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna kýs ég ekki vinstri villu.?

Eftir að fjármála kreppan skall yfir hafa margar þjóðir bæði austan hafs og vestan,dælt stórum fjárhæðum í atvinnulífið til þess að draga úr sí vaxandi atvinnuleysi t.d. í bílaiðnaði. Hér hefur ekkert verið gert til að rétta atvinnulífinu hjálpar hönd,enda getan kannski ekki mikil,en þó hafa verið peningar til að rétta listamönnum og byggja Tónlistarhús.

Sjávarútvegur er sagður mjög skuldsettur enda síðustu ár verið erfið vegna aflasamdráttar,hátt gengi krónunnar og mikils fjármagnskostnaðar. Nú eru væntanlegir stjórnarflokkar sammála(aldrei þessu vant) um að færa aflaheimildir frá núverandi útgerðum reyndar smátt og smátt, það verðu til þess að þær geta ekki staðið í skilum með sínar skuldir hvað þá sótt ný sóknarfæri og skuldir þeirra lenda á bönkunum. Tilgangur þessa er sagður vera til þess að aðrir geti farið að kaupa sér skip og byrja upp á nýtt ef eitthvað fé verður til í bönkunum til að lána þeim,kannski eiga einhverjir kvótasölugróða í vasanum. Mjög atvinnu skapandi ráðstöfun.

Einar Guðfinnsson lét það vera sitt síðasta verk sem sjávarútvegsráðherra að heimila hvalveiðar til að skapa atvinnu,afla gjaldeyris og halda í skefjum þessu stæðsta rándýri sjávar sem étur jafn vel eins mikið og öll fiskiskip landsins.Maður hélt að núverandi sjávarútvegsráðherra væri fegin að losna við að taka þessa ákvörðun,því altaf rísa einhverjir upp á afturlappirnar við slíka áhvörðun. En það var nú öðru nær hann froðufeldi yfir þessari aðgerð,en treysti sér ekki að afturkalla hana í andstöðu við meirihluta alþingis og þjóðarinnar s.k.skoðannakönnunum.  

 

Og þetta gerist í sælureit .

Þetta gerist í sælureit Samfylkingunnar ESB. þar sem allt er svo gott og vandamála laust.
mbl.is Yfirgáfu börnin vegna peningavandræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt sumar.

Gleðilegt sumar vonandi verður það eins gott og undanfarin sumur.

Hvað haldið þið að vinstriflokkar séu að hugsa um atvinnu.

Þeira vilji er að hafa sem flesta á ríkisjötunni, þannig halda þeir að fylgi þeirra verði best tryggt,annað getur maður ekki haldið. SF.vill ekkert nema ESB þar er atvinnuleysi við varandi svipað og er hér núna. vinstri grænir helst að rústa sjávarútveginum ekki nýta innlenda orku til útflutnings og svo mætti lengi telja.
mbl.is Segja fyrningu aðför að 32 þúsund fjölskyldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tekur hann heldur ekkert mark á Jóhönnu.

Sem ætlar í aðildarviðræður 1.júní n.k.
mbl.is Fullan hug á samstarfi áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upprifjun

Árið 1991 tók Viðeyjarstjórnin Alþíðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur, við völdum af vinstristjórn sem skildi eftir sig mikinn halla á ríkissjóð og slæmrar hans. Við því var brugðist með t.d aukinni tekjutengingu fjárframlaga úr ríkisjóð þannig að þeir sem þurftu mest á bótum að halda fengu þær óskertar,en þeir sem betur voru stæðir fengu skerðingu tekju og eignatengda.                                         

 Virðisaukaskattur á matvæli var lækkaður úr 24,5.% í 14.% man ekki betur en Jón Baldvin þá verandi fjármálaráðherra berðist á móti þeirri lækkun. Al nokkuð atvinnuleysi var í lok kjörtímabilsins.

1995.Tók við stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem sem stóð samfellt til vors 2007. Sú stjórn náði miklum árangri að vinna bug á atvinnuleysi,mikið var gert í vegabótum víða um land,feikna mikil uppbygging í mennta og skólamálum og svo mætti lengi telja.Algjör viðsnúningur arð á rekstri ríkissjóðs ekki með hærri sköttum heldur með auknum umsvifum í landinu.

Svo tók við 2007.stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks mjög fljótt kom í ljós að stór hluti Samfylkringingarinnar var áfram í stjórnar andstöðu notuðu hvert tækifæri til að koma höggi á samstarfsflokkin,töluðu sífellt og gerðu kröfur að málin yrðuleyst með inngöngu í ESB.

Mestu mistök sem Sjálfstæðisflokkurinn gerði var að slíta ekki þessari stjórn þegar í ljós kom hvernig samstarfsflokkurinn vann.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband