Færsluflokkur: Þjóðmál

Mannauður Íslendinga

Var að lesa athyglisverða grein í Mogganum í morgun "Mannauður íslendinga" eftir Elías Pétursson. Þar veltir hann fyrir sér hver þessi mannauður er.  Ég held að hann dragi réttar ályktanir þar um, þ.a.s. að mannauður felist einkum í þeim einstaklingum sem skila sínu dagsverki vel úr hendi burt séð frá því hvað hann er mikið menntaður af bókviti, þó bókmenntun sé góð þá þarf meira til almenn þekking og reynsla, er ekki síður mikilvæg.

Mér dettur stundum í hug og býsna oft núna síðustu vikur,orð sem voru höfð eftir konu í mínu ungdæmi. " Allir hafa á öllu vit en enginn kann að gera neitt." Hún vildi greinilega láta verkin tala .

Nei það er ekkert síður mannauður í fólki sem vinnur af alúð sína vinnu, við að skapa verðmæti og þá sérstaklega útflutnings tekjur,en í hámenntuðu fólki sem kann ekkert annað en segja frá visku sinni.

Það er meiri mannauður í fólki sem hefur gaman að sinni vinnu, heldur en því fólki sem leiðist öll vinna, það smitar hvortveggja út frá sér.


Leyfa hvalveiðar strax

Eitt af því nauðsynlegasta sem við Íslendingar þurfum að gera er að leyfa hvalveiðar, ég held að okkur takist aldrei að byggja upp fiskistofnana meðan við friðum hvalina. Ef ekki er hægt að selja kjötið af þeim, má búa til mjög gott mjöl úr hvalkjöti,ég hef gefið skepnum hvalmjöl það var ekkert síðra en fiskimjöl sem eggjahvítu fóður. Hvaða vit er í að friða hvali, en veiða loðnuna sem er aðal fæða þorsksins. Við eigum að veiða allar þær hvalategundir sem nóg er af, eins er sela mergð  mjög mikil víða með ströndum landsins. Þessar skepnur éta feikn af fæðu nytjafiska og auðvitað éta tannhvalir og selir óhemju af fiski.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband